ÁGÚSTA MALMQUIST

Ágústa Malmquist er fædd á Akureyri árið 1970. Útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995 og hefur unnið að myndlist allar götur síðan.

Ágústa vinnur í margskonar efni. Hún hefur fengist mikið við grafík eins og ætingu, einþrykk og annað djúpþrykk. Einnig vinnur hún með blýant, blek og vatnsliti.  Hún vinnur klippimyndir og saumar í pappír.

Hún rak eigið sölugallerí frá 2009-2020, þar sem myndlist hennar var til sölu. Í dag þarf að panta tíma til að koma og skoða myndverk á vinnustofunni. Best er að hafa samband í tölvupósti.